Því ég get það
13.1.2010 | 23:56
Vegna takmörkunnar minnar er hér færsla um tilkynningu.
Hljómar það ekki skemmtilega að geta sýnt litlu eyþjóðinni hversu hnyttinn og klár einstaklingur maður er með því eins að blogga um frétt? Einstaklega, málefnagleðin er svo unaðsleg, ég gæti misst þvag af gleði. Er alveg frábært að tengja almenning við fréttavef sinn og leyfa honum að segja sinn hug í gegnum hinar svokölluðu færslur (einnig þekktar sem blogg). Ég er gagnrýninn og leiðinlegur, geri mér fyllilega grein fyrir því þar að auki skrifa ég lélega íslensku og nota reglulega slangur og það er einmitt útaf því sem ég vill ekki að fólk viti hver ég er. Því að ég er ekki sá eini sem er gagnrýninn en eins og hinir sem eru jafn leiðinlegir og ég þá hef ég oft rétt fyrir mér og mín orð jaðra við lög.
Hvað er að frétta annars? Frétt þarf ekki að bera sannyndi samkvæmt lögum heldur upplýsingar um tíðindi sem gætu jafnvel verið gróusaga eða óskoplegt grín (ef hægt er að leyfa sér að skopast). Engar árásir bara ást til möguleikans að geta tjáð sig eða er þetta bara enn ein vitleysan til að friða þá sem aldrei er hlustað á, það er spurning og svar. Það eru valdar fréttir ofan augntoturnar okkar vinan.
Ég á enga blogg vini, átt þú marga? Nautnin hin eina og sanna að vera elskaður og dáður gegnum vináttu er yndisleg. Ég les ekki blogg eða hef ekki gert lengi, enda eru flestir góðir bloggarar dauðir. Meina samt ekki líkamlegum dauða heldur andlegum og veflegum. Sú ástríða sem var þegar netið bauð upp á forrit sem kóðaði textann fyrir mann þá var hægt að ausa úr kvelju lostans og klæmast eins og aldrei fyrr en samt ekki því það var stundum vesen með íslenska stafi. Þvílíkt rúnk (slangur, er ekki að rúnka mér eða hvað) eða hvers dags rúnk (sitthvort slangrið) að nenna að standa í þessari vitleysu án þess að vera málefnalegur. Sumir ættu að fá sér facebook, væri kannski hugmynd fyrir fréttavefinn að búa til enn meira samfélag úr blogg vinum sínum. Kannski gætu nei og já bloggarar deitað og eignast kannski og jafnvel börn.
Tilkynningar
Breytingar á fréttabloggi
Frá og með 1. janúar næstkomandi verður einungis hægt að blogga um fréttir á mbl.is ef fullt nafn bloggara birtist á bloggsíðu hans. Bloggarar geta eftir sem áður bloggað undir stutt- eða gælunafni, en fullt nafn viðkomandi þarf að koma fram á höfundarsíðu til þess að möguleikinn að blogga um fréttir sé til staðar.Sú breyting verður einnig á að blogg þeirra sem ekki eru með fullt nafn sýnilegt á höfundarsíðu mun ekki birtast á forsíðu blog.is eða á öðrum síðum mbl.is.Þessi breyting er að ákvörðun ritstjórnar mbl.is, en einnig hafa borist tilmæli frá talsmanni neytenda. Á næstunni verður sendur póstur til bloggara með leiðbeiningum hvernig þeir geta birt fullt nafn á höfundarsíðu bloggsins. Langstærstur hluti bloggara birtir þegar nafn sitt og því hefur þetta áhrif á lítinn hluta bloggara.
Bloggar | Breytt 14.1.2010 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)